Færsluflokkur: Bloggar
12.7.2007 | 10:21
Áreiti / áreitni
Er ég að tapa máltilfinningunni, eða þýðir áreiti nú orðið það sama og áreitni? Alltaf hélt ég að áreiti væri e.k. ytri áhrif á skynfæri fólks, t.d. hljóð úr umhverfinu og ekki nauðsynlega til óþæginda. Áreitni væri hins vegar þegar verið væri að áreita fólk með ónæði og óþægindum, eins og t.d. segir frá í fréttinni. Það líður varla sá dagur sem maður les ekki um að fólk verði fyrir t.d. kynferðislegu áreiti af hendi einhvers í stað þess að það verði fyrir kynferðislegri áreitni. Kannski einhver gæti skýrt málið fyrir mér?
Ljósmyndari fundinn sekur um áreiti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2007 | 00:15
Nýstárleg flugvél.
Boeing 787 Dreamliner virðist um margt forvitnileg flugvél. Sætafjöldi verður á milli 200-300 eftir lengd og fjölda farrýma, en þau eru ýmist tvö eða þrjú. Getur vélin flogið 16.000 km og nær hraða allt að Mach 0,85. Þess má geta að Icelandair er með fjórar vélar í pöntun og væri gaman að vita hvenær þær verða afhentar. Ef smellt er á myndina sést hún í fullri stærð.
Boeing frumsýnir 787 Dreamliner á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.7.2007 | 13:23
Áfram hjá Barcelona
Arnór: Mörg félög hafa sýnt Eiði áhuga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007 | 09:22
Auðlindir þjóðarinnar
Það væri svo sem eftir öðru að olíuauðlindir þjóðarinnar verði afhentar einhverjum greifum til eignar eins og gerðist með fiskiauðlindirnar.
Líkur á olíu í íslenskri lögsögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2007 | 11:19
Framhald?
Ætli þetta eigi að vera framhald af myndinni sem gerð var árið 1997? Þar var Sidney Poitier í hlutverki Mandela og Michael Caine í hlutverki de Klerk. Ekki veit ég hvort leikur þeirra í myndinni verði toppaður svo auðveldlega.
Fyrst Guð, svo Nelson Mandela | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2007 | 00:12
Ódýr lausn
Fjöldi fastanúmera á bílum uppurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
22.6.2007 | 23:30
Cadillac 1930
Ég hef alltaf haft gaman af fornbílum og erfitt að gera upp á milli hvaða bílar eru áhugaverðastir. Einn er þó sem ég hef alltaf verið veikur fyrir, en það er Cadillac 1930 með 16 strokka mótor. Ef einhvern veit um svona bíl á Fróni væri gaman að frétta af því. Ef smellt er á myndina (og svo aftur) sést hún í fullri stærð.
Landsmót Fornbílaklúbbsins sett á Selfossi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2007 | 16:25
Afborganir?
Á nú að telja manni trú um að Paris Hilton þurfi að kaupa einhverja bílbeyglu á afborgunum???
Benzinn hennar Parísar gerður upptækur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2007 | 13:10
Ótrúlegt lið!
Væri nær að gefa út skotveiðileyfi á þessa fj... andsk...
dj... múslimaklerka þarna í Íran!!!
Dauðarefsing gegn Rushdie enn í gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.6.2007 | 11:03
Allir jafnir fyrir lögum?
Sammála er ég að taka hart á ofsaakstri, en það verður að vera einhver skynsemi í hlutunum. Reyndar hef ég alltaf brosað út í annað þegar þessi tiltekni sýslumaður kemur í fjölmiðla, en það er nú önnur saga.
Tökum dæmi um tvo félaga í ofsaakstri; annar á nýju BMW af dýrustu gerð og hinn á gamalli afdankaðri Súkku. Báðir eru teknir á 220 km hraða og hjólin gerð upptæk. Þá er refsing þess á nýrra hjólinu kannski fimm sinnum hærri en hins. Er þetta það að allir væru jafnir fyrir lögum?
Væri ekki nær að hafa umtalsverðar sektir, en sömu sekt fyrir sama brot? Svo gætu hjólin auðvitað komið sem trygging fyrir sektargreiðslum, en það er ekki það sama og gera þau upptæk sem refsingu við hraðakstri.
Vill að mótorhjólin verði gerð upptæk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)