Færsluflokkur: Bloggar
15.6.2007 | 09:32
Er bannað að segja svertingi?
Gott mál þegar réttvísin nær yfir ofbeldismenn þótt seint sé. Hins vegar skil ég aldrei þegar fjölmiðlafólk veigrar sér við að nota orðin svertingi eða negri. Síðan hvenær eru þetta niðrandi orð?
BLÖKKUMAÐUR skal það heita! Nelson Mandela var BLÖKKU-MANNALEIÐTOGI. Hvaða skinhelgi er hérna í gangi? Er þá ekki orðið bannað að tala um negrasálma? Við hljótum að tala um BLÖKKUMANNASÁLMA. Verðum við ekki að kenna börnunum sönginn um tíu litla BLÖKKUMANNASTRÁKA fyrst bannað er að tala um negrastráka? Og hvað um súkkulaðihúðuðu krembollurnar? Væntanlega heita þær BLÖKKUMANNAKOSSAR (negrakossar - ekki til að tala um).
Fyrrverandi Klan-félagi fundinn sekur í tengslum við morð framið 1964 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.6.2007 | 23:50
Kjaftakerlingar
Væri ekki bara mesta vitið að lögleiða ökurita (kjaftakerlingar) í alla bíla? Tækið gæti skráð í hvert skipti sem bíllinn fer upp fyrir 90 km/klst inn á minniskubb. Kubburinn yrði síðan yrði tekinn úr við árlega skoðun og lesinn í tölvu sem tæki saman þau skipti sem hraðatakmörk hafa verið brotin. Niðurstöður yrðu síðan fengnar lögreglu sem sendi út sektartilkynningar til ökuníðinganna.
Vildi gefa lögreglunni radarvarann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.6.2007 | 23:12
Flott "comeback"
Alltaf þegar fjallað er um að endurvekja bíla sem hætt var að framleiða fyrir mörgum árum kemst ég ekki hjá því að leiða hugann að nýja "Stangaranum". Sjaldan hefur útlitshönnun heppnast jafnvel og tel ég þetta eitt glæsilegasta "comeback" síðustu ára.
Ford Mustang Fastback 289 V8 200 bhp, 1965
(þessi bíll er reyndar til sölu í Bandaríkjunum)
Ford Mustang "Comeback" 4,0L V6 210 bhp, 2007
(þennan má svo nálgast hjá einum bloggara hér)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.6.2007 | 08:27
Hryllingur!!!
Þetta er alveg ótrúlegt!!! Virðast vera tómir villimenn þarna á þingi. Ekki skil ég að Sameinuðu Þjóðirnar skuli ekki taka á svona grófum mannréttinda-
brotum og beita svona ríki refsiaðgerðum. Fyrir nokkrum árum las ég bókina Eyðimerkurblómið og þar er hryllingnum lýst í smáatriðum. Maður fylltist þvílíkri reiði sem sjaldan áður. Bókin er skrifuð af Waris Dirie frá Sómalíu og var hún aðeins ein fjölmargra fórnarlamba þessa glæps sem umskurður kvenna er. Að lokum vil ég leggja til, að hafi Ísland á annað borð stjórnmálasamband við eitthvert ríki sem lögleyfir umskurð, að slíkt samband verði rofið þar til umskurður þar verði bannaður með lögum.
Giftingar barna bannaðar en umskurn kvenna leyfð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.6.2007 | 19:52
Brothætt fíkniefni?
Þurfa fíkniefni ekki að vera frekar stökk svo hægt sé að brjóta þau? Mannræfillinn hefur sennilega verið dæmdur fyrir að brjóta
e-töflurnar. Hins vegar á ég von á að erfiðara sé að brjóta hass
og útilokað að brjóta spítt og gras (held ég).
22 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2007 | 23:19
Var ekki löngu búið að þessu?
Ég hélt í fávisku minni að bragginn hefði verið endurlífgaður fyrir löngu. Að minnsta kosti hefur mér alltaf fundist bíllinn hægra megin hálf-braggalegur, þótt hann hafi nú braggast eitthvað síðan gamli bragginn kom á sínum tíma.
Citroën 2CV endurlífgaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2007 | 17:30
Íhaldið siglir lygnan sjó.
Það virðist sama hvað aðrir flokkar, gamlir sem nýir, reyna að klekkja á íhaldinu - að skotin hrökkva af eins og af vígstirninu í Star Wars, sem púðurskot væru. Þessi baráttuaðferð er fyrir löngu gengin sér til húðar og það sáu þeir strax sem vildu eyða vígstirninu; að sprengjan þurfti að springa INNAN FRÁ.
Ekki er ég nú að mælast til að komið sé fyrir sprengju í Valhöll, nema þá kannski í óeiginlegri merkingu. Hvernig væri nú að þessir óánægðu, hvort heldur er íhaldsmenn eða andstæðingar; einfaldlega fjölmenntu í flokkinn, gerðust virkir og freistuðu þess að komast í brúna og breyta stefnunni þaðan? Ég held að þessi hugmynd um hallarbyltingu geti varla verið neitt vitlausari en þær aðferðir sem þegar hafa verið reyndar. Í gegnum tíðina hefur Íhaldið siglt lygnan sjó með 35-40% fylgi á þingi.
Þannig að If You Can't Beat Them, Then Join Them.
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 13.5.2007 kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.4.2007 | 12:15
Blair öfundar?
Arnold Schwarzenegger mun ávarpa landsfund breska Íhaldsflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 14.5.2007 kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.2.2007 | 00:45
New Kid in Town
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)