Ódýr lausn

FastanúmerMér finnst nú þessi tillaga hálfgert yfirklór. Þá gæti virst eins og tvö númerakerfi væru í gangi í einu. Væri ekki mun einfaldara að bæta einum tölustaf fyrir framan þar sem tölurnar koma? Núverandi númer fengju þá einfaldlega 0 fyrir framan og yrðu útbúnar nýjar plötur, að kostnaðarlausu, handa þeim sem vildu. Eins og sjá má á myndinni yrði númerið ST-480 einfaldlega að ST-0480. Síðan þegar ÖÖ-0999 væri komið að lokum, þá tæki AA-1000 við. Þetta kerfi myndi endast gott betur en 50 ár er ég hræddur um.
mbl.is Fjöldi fastanúmera á bílum uppurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sniðugur naggur.

Palli (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 00:29

2 identicon

Ef þú ætlar að bæta við staf þarftu að stækka númerið, og það kallar á allskonar heljarinnar vésén þar sem stærðin á þessum númerplötum er staðlað fyrirbæri.

Ekki sniðug hugmynd sem sagt.

Ásgeir (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 00:43

3 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Það þarf ekki að stækka plöturnar mikið það mætti hætta að hafa skoðunarmiðan á nþumerinu og setja hann í gluggan eins og það var áður.  Við það væru hægt að hafa plöturnar í sömu stærð þó að auka tala bætist við.

Þórður Ingi Bjarnason, 23.6.2007 kl. 00:54

4 Smámynd: Óli Sveinbjörnss

Þetta er fúsk og kemur til með að vera dýrara þegar upp er staðið. Ennþá gamla torfkofa sindrómið hjá þessum íhaldskurfum.

Það sem á að gera er að taka nágrannalöndin til fyrirmyndar. Hafa fjóra bókstafi og þrjá tölustafi "ABCD#123". Þá þarf ekki að spá í þetta meir. Það er til nóg peningur í þetta. Ódýrt vinnuafl sem smíða plöturnar og nóg er tekið af bensín lítranum.

Óli Sveinbjörnss, 23.6.2007 kl. 04:01

5 identicon

Óli: Er ekki nóg að hafa bara þrjá bókstafi og þrjár tölur? Það lýtur líka betur út.

Geiri (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 05:19

6 Smámynd: Svartinaggur

Hugmyndin að baki því að bæta við tölustaf í stað bókstafs var sú að þá þyrfti ekkert að breyta gömlu númerunum, en jafnframt forðast að líti út eins og tvö kerfi væru í gangi (eins og hugmyndin í fréttinni). Auðvelt ætti að vera að forrita tölvukerfi þannig að setti O sjálfkrafa inn fyrir framan tölur númersins sé það ekki slegið inn handvirkt. Reyndar fékk ég líka þá hugmynd að bæta við bókstaf í stað tölustafs, þannig að ST-480 breyttist í t.d. AST-480, en taldi hina hugmyndina betri, þ.e. eins og sést á myndinni.

Svartinaggur, 23.6.2007 kl. 07:53

7 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ef ég man rétt þá eru norðmenn og danir með tvo bókstafi og fjóra tölustafi (ab 1234 ) og svíar og finnar með þrjá bókstafi og þrjá tölustafi ( abc 123 ) sjá má fleiri möguleika ef horft er lengra til suðurs svo má alltaf taka upp aftur svæðistengd númer.

Það eru staðlaðar plötur allstaðar á norðurlöndum og víðar þannig að eina atriðið sem þarf að breyta er leturstærð.

Svo til að bæta við þá eru svona skrautplötur algengar hjá vörubifreiðarstjórum "ekki sem einkanúmer" og hægt er að fá fjölda stafa á eina plötu sem er í staðlaðri númeraplötustærð eins og t.d. "LIVERPOOL" sem ég hef séð í framglugga bílstjóra og er sú plata stöðluð stærð en letrið er minna en algengast er. Þeir á Litla Hrauni eiga til nokkrar leturstærðir þannig að fjöldi bók og tölustafa er ekki vandi heldur lausn.

Ólafur Björn Ólafsson, 23.6.2007 kl. 09:39

8 Smámynd: Óli Sveinbjörnss

Jú Geiri kannski er það nóg en ef þetta væri í samræmi við t.d. önnur Evrópulönd þá myndi þetta auðvelda margt svo sem samnýtingu o.fl. Ég kannski soldið harðorður hér fyrir ofan. Ég held að menn eigi soldið erfitt með að sleppa þessu gamla eins og var hérna áður fyrr þar sem margir gátu munað númerin og vissu hverjir áttu hvaða bíla. Sumir fóru í keppnir um hver þekkti fleiri bíla o.svfr. Þessir aðilar geta bara farið í að þekkja bátana, eða þannig.

Óli Sveinbjörnss, 23.6.2007 kl. 15:33

9 Smámynd: Sigurjón

Miðað við núverandi kerfi, eru notaðir 26 bókstafir, ef ég þekki þetta rétt og svo 3 tölustafir.  Þetta gerir 675.324 möguleika á númerum.  Miðað við nýju tillöguna yrðu það 26 sinnum fleiri, eða 17.558.424 möguleikar.  Þín tillaga hljóðar upp á 6.759.324 möguleika, sem duga mun skemur en hin tillagan, auk þess sem þarf nýjar númeraplötustærð, sem er ekki gott.

Sigurjón, 23.6.2007 kl. 18:29

10 Smámynd: Svartinaggur

Sigurjón, ég verð víst að játa að ég var aldrei góður í stærðfræði og væri gott ef þú gætir aðstoðað mig við að fá út 17,5 milljón möguleika út úr þremur bókstöfum og tveimur tölum. Í einfeldni minni margfaldaði ég 99 x 26 x 26 x 26 og fæ rúma 1,74 milljónir. Útreikningur þinn á minni tillögu stemmir á við minn; þ.e. 6,76 milljónir möguleikar. Samkvæmt mínum útreikningi ættu að nást næstum fjórum sinnum fleiri möguleikar skv. minni tillögu (AB-1234) heldur en þeirri sem kynnt var í fréttinni (AB-C23).

Svartinaggur, 23.6.2007 kl. 18:50

11 Smámynd: Sigurjón

Ja, sko... þá miðaði ég við að fyrsti stafurinn í þriðja sæti gæti verið annað hvort tala eða bókstafur.  Þannig yrði það 26x26x999x26.

Sigurjón, 24.6.2007 kl. 07:04

12 Smámynd: Svartinaggur

En þá ertu kominn með 6 tákn, þ.e. AB-123C (jafnmörg og mín tillaga hljóðar upp á) en tillagan í fréttinni gerir ennþá bara ráð fyrir 5 táknum áfram, þ.e. AB-C23. Eða er ég svona skilningssljór???

Svartinaggur, 24.6.2007 kl. 08:19

13 Smámynd: Sigurjón

Já.  Þetta eru enn 5 tákn.  Stafurinn í 3. sæti gæti verið bæði tala og bókstafur.  Hins vegar sá ég í fréttunum í kvöld að þetta verður ekki þannig, heldur einungis bókstafir í fyrstu þremur sætunum og svo 2 tölustafir.  Möguleikarnir verða þannig 26x26x26x99 = 1.740.024.

Sigurjón, 24.6.2007 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband