Kjaftakerlingar

Porsche911
Væri ekki bara mesta vitið að lögleiða ökurita (kjaftakerlingar) í alla bíla? Tækið gæti skráð í hvert skipti sem bíllinn fer upp fyrir 90 km/klst inn á minniskubb. Kubburinn yrði síðan yrði tekinn úr við árlega skoðun og lesinn í tölvu sem tæki saman þau skipti sem hraðatakmörk hafa verið brotin. Niðurstöður yrðu síðan fengnar lögreglu sem sendi út sektartilkynningar til ökuníðinganna.
mbl.is Vildi gefa lögreglunni radarvarann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Kjaftakerlingarnar segja ekki til um hver ók bílnum og það er ekki ætlunin að refsa öðrum en þeim sem braut af sér.  Síðan er ég ekki viss um að Persónuvernd samþykki það.

Marinó G. Njálsson, 13.6.2007 kl. 23:59

2 identicon

Þetta er ekkert annað en fasismi. Ef þú vilt láta yfirvöld fylgjast með þér á öllum tímum flyttu þá til USA.

Frelsishetjan (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 00:00

3 identicon

Og setja myndavélar á öll heimili til þess að takmarka nauðganir og heimilisofbeldi...

Nei takk!  

Geiri (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 00:01

4 identicon

Manninum er klárlega ekki alvara, rosalega eru íslendingar eitthvað slappir í að meðtaka "sarcasm".

Ef þetta heldur svona áfram ætla ég að kveikja í mér og átján þúsund ferkílómetrum af gróðurlendi, nú geri ég fastlega ráð fyrir því að slökkviliðið hafi samband við mig í dag því ekki er annað hægt en að taka þessa hótun fullkomlega alvarlega. 

G. H. (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 07:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband