13.5.2007 | 23:19
Var ekki löngu búið að þessu?
Ég hélt í fávisku minni að bragginn hefði verið endurlífgaður fyrir löngu. Að minnsta kosti hefur mér alltaf fundist bíllinn hægra megin hálf-braggalegur, þótt hann hafi nú braggast eitthvað síðan gamli bragginn kom á sínum tíma.
Citroën 2CV endurlífgaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2007 | 17:30
Íhaldið siglir lygnan sjó.
Það virðist sama hvað aðrir flokkar, gamlir sem nýir, reyna að klekkja á íhaldinu - að skotin hrökkva af eins og af vígstirninu í Star Wars, sem púðurskot væru. Þessi baráttuaðferð er fyrir löngu gengin sér til húðar og það sáu þeir strax sem vildu eyða vígstirninu; að sprengjan þurfti að springa INNAN FRÁ.
Ekki er ég nú að mælast til að komið sé fyrir sprengju í Valhöll, nema þá kannski í óeiginlegri merkingu. Hvernig væri nú að þessir óánægðu, hvort heldur er íhaldsmenn eða andstæðingar; einfaldlega fjölmenntu í flokkinn, gerðust virkir og freistuðu þess að komast í brúna og breyta stefnunni þaðan? Ég held að þessi hugmynd um hallarbyltingu geti varla verið neitt vitlausari en þær aðferðir sem þegar hafa verið reyndar. Í gegnum tíðina hefur Íhaldið siglt lygnan sjó með 35-40% fylgi á þingi.
Þannig að If You Can't Beat Them, Then Join Them.
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 13.5.2007 kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.4.2007 | 12:15
Blair öfundar?
Arnold Schwarzenegger mun ávarpa landsfund breska Íhaldsflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 14.5.2007 kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.2.2007 | 00:45
New Kid in Town
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)