Allir jafnir fyrir lögum?

BMWk1200rsSammála er ég að taka hart á ofsaakstri, en það verður að vera einhver skynsemi í hlutunum. Reyndar hef ég alltaf brosað út í annað þegar þessi tiltekni sýslumaður kemur í fjölmiðla, en það er nú önnur saga.

Tökum dæmi um tvo félaga í ofsaakstri; annar á nýju BMW af dýrustu gerð og hinn á gamalli afdankaðri Súkku. Báðir eru teknir á 220 km hraða og hjólin gerð upptæk. Þá er refsing þess á nýrra hjólinu kannski fimm sinnum hærri en hins. Er þetta það að allir væru jafnir fyrir lögum?

Væri ekki nær að hafa umtalsverðar sektir, en sömu sekt fyrir sama brot? Svo gætu hjólin auðvitað komið sem trygging fyrir sektargreiðslum, en það er ekki það sama og gera þau upptæk sem refsingu við hraðakstri.


mbl.is Vill að mótorhjólin verði gerð upptæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til viðbótar því að gera þessi bifhjól upptæk, þá þyrfti að svipta ökuníðingana bifhjólaprófi æfilangt.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 11:21

2 Smámynd: Svartinaggur

Ævilöng svipting er að sjálfsögðu möguleiki. En ég kom með ákveðin rök gegn upptöku hjólanna og væri fróðlegt að fá efnisleg mótrök.

Svartinaggur, 15.6.2007 kl. 11:25

3 identicon

Keyra bara á löglegum hraða og þú færð að halda fína nyja hjólinu

Mín skoðunn er taka hjólin

Lási (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 11:26

4 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Ég get ekki stillt mig um að kommentera á þetta sjónarhorn því að þú snertir á mjög athyglisverðum punkti í refsistefnu.   Þetta er vandamál í sambandi við allar sektagreiðslur til að mynda.  Segjum svo að ökumaður BMW hjólsins sé forstjóri stórfyrirtækis en ökumaður gömlu Súkkunnar sé "sorptæknir".  Báðir eru teknir á 220 km hraða.   Þeir fá sekt sem nemur kr. 180.000 eða mánaðarlaunum verkamannsins.  Sektin nemur hins vegar aðeins 1/10 af mánaðarlaunum forstjórans og vegna eignastöðu hans þá finnur hann ekki fyrir henni.  Verkamaðurinn lendir hins vegar í vandræðum með að standa skil á öllum sínum grundvallarskuldbindingum (húsaleigu, afborgun lána, matvælum o.s.frv.).   Sektir eru því ekki sama refsingin fyrir ríka og snauða.

Segjum svo að forstjórinn hafi keypt sér þetta BMW hjól á 2,5 milljónir króna eða sem svarar einum og hálfum mánaðarlaunum hans.  Verkamaðurinn keypti Súkkuna á 500.000 eða andvirði tveggja og hálfra mánaðarlauna hans.   Séu bæði hjólin gerð upptæk er verkamaðurinn að tapa hlutfallslega meiru, miðað við mánaðarlaun, og trúlega líka miðað við heildareignarstöðu.

Það eru auðvitað til ýmsar varíasjónir af svona dæmum.  Það getur vel verið að verkamaður kaupi dýrt og vandað hjól, sé í húsnæði og fæði hjá mömmu og hafi keypt hjólið á rándýru láni.   Slíkt er auðvitað í hæsta máta heimskulegt og óábyrgt.  Ef hann svo keyrir þetta hjól á 220 km hraða er það enn heimskulegra og óábyrgara.  Ekki aðeins setur hann sjálfa sig og aðra vegfarendur í mikla hættu, heldur veldur hann lánardrottni sínum (fjármögnunarfyrirtækinu sem lánaði fyrir hjólinu) talsverðri fjárhagslegri hættu.  Það er því öllum fyrir bestu, í þessu tilviki, að hjólið sé gert upptækt og það selt.  Með því er hægt að greiða upp bílalánið og taka úr umferð mann sem ekki hefur dómgreind til að vera þar.

Ég er ekki hrifinn af ævilöngum sviptingum.  Þær þjóna engum tilgangi nema að hefna sín.  Óábyrg hegðun í umferðinni, sem á annað borð leiðir til sviptinga, er oftast bundin við tiltekið æviskeið ökumanna og ég sé ekki tilgagn með svona harkalegri "hefnistefnu".  Aðalatriðið er að menn láti af hættulegri hegðun og refsingarnar þurfa að miða við það. 

Ég tel að þrátt fyrir komment mitt þá standi gagnrýni þín traustum fótum.  Hún á þó, eins og sjá má af athugasemd minni, við um öll tilvik þar sem beitt er öðrum refsingum en fangelsi (sektum, sviptingum o.s.frv.). 

Hreiðar Eiríksson, 15.6.2007 kl. 11:44

5 Smámynd: Svartinaggur

Hreiðar, þetta er góð og vel rökstudd athugasemd hjá þér. Við vitum að sektum er beitt við margvíslegum brotum; s.s. þegar keyrt er á 95 km hraða eftir Miklubrautinni; þegar bíl er ólöglega lagt; farþegi frá útlöndum er tekinn ýmist með umframmagn af varningi eða þá ólöglegan o.s.frv. Í öllum þessum tilfellum er sektin sú sama fyrir sama brot. Þá stendur eftir spurningin: Skulu sektargreiðslur almennt taka mið af tekjum viðkomandi lögbrjóts?

Svartinaggur, 15.6.2007 kl. 11:56

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Held að það verði mjög erfitt að tekjutengja sektir. Svo finnst mér varasamt að gera ökutæki upptæk eftir brot, þar sem verðgildi ökutækjanna er mismikið eins og þú bendir á en kannski á ekki að horfa í það. Ævilöng ökusvipting hefur verið hérna 3 ár og á þeim tíma ætti fólk að vitkast.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.6.2007 kl. 12:32

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gleðilegan þjóðhátíðardag

Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.6.2007 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband